EVEHD ÍslandNAVE logo

EVEHD Ísland

Verkefnið er samstarfsverkefni á milli 6 Evrópuþjóða: Íslands, Þýskalands, Slóvakíu, Tyrklands, Rúmeníu og Englands. Samstarfsaðilarnir hafa sameiginlegan áhuga á því að virkja sjálfboðaliða í sögutengdum rannsóknum og/eða fornleifafræði: uppgrefti, verndun minja og endurbyggingu og/eða endurreisn heilagra og blessaðra brunna.  Verkefninu var hrundið af stað á þeim tíma þegar lítið var um verkefni í fornleifafræði vegna efnahagskreppunnar. Saga, fornleifafræði og listir eru greinar sem hafa fengið minna fjármagn og dregið hefur verið úr vinnu í þegar hart er í ári. Með því að hvetja sjálfboðaliða að stunda sögulegar rannsóknir í sínu landi hvetjum við fólk og vekjum áhuga þeirra á að fræðast um bakrunn sinn og sköpum eða eflum tengingu þeirra til fornfeðra sinna.  Með því er reynt að vekja áhuga fólks á greininni og þá ef til vill fjölga fólki sem vill læra eitthvað tengt menningu eða sögu og leiðir það þá til hækkunar á menntunarstigi og vegna Evrópusamstarfsins, vekja áhuga þeirra og fræða þá um sögu annarra Evrópuþjóða.  Með því að taka þátt í verkefninu verða þátttakendurnir ánægðari, fróðari, og ef til vill viljugri til að taka þátt í sjálfboðaliðastörfum í samfélaginu, því með efnahagskreppunni er nauðsynlegt að hafa fólk sem vill og hefur áhuga á að vinna launalaust í þágu samfélagsins.

Í hverju landi mun einn starfsmaður og tveir sjálfboðaliðar taka þátt í hverri ferð og ferðast til landanna sem eru í samstarfinu. Á dagskránni er að fara til Tyrklands í maí 2014, Rúmeníu í júní 2014 og Englands í júlí 2014. Ferðin verður á Íslandi í júní 2015, til Slóvakíu í júlí 2015 og að lokum til Þýskalands í ágúst 2015, en dagsetningar geta breyst lítilsháttar.